spot_img
HomeFréttirÖruggur Haukasigur gegn ÍS

Öruggur Haukasigur gegn ÍS

22:20 

{mosimage}

 

 (Ágúst Björgvinsson brosir í berjunni með Haukakonum)

 

Snemma varð ljóst í hvað stefndi þegar Haukar og ÍS mættust í leik um titilinn meistari meistaranna í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöld. Skemmst er frá því að segja að Haukar höfðu yfirburðasigur 70-48 og var sigur Íslandsmeistaranna aldrei í hættu.

 

Á fáum sekúndum voru Haukakonur komnar í 7-0 og svo 15-2. Stúdínur áttu í mesta basli í upphafi leiks með að koma boltanum yfir á vallarhelming Hauka en Íslandsmeistararnir pressuðu stíft og unnu marga bolta sem gáfu auðveldar körfur.

 

Segja má að Haukar hafi klárað leikinn í fyrsta leikhluta en honum lauk í stöðunni 31-8. Í öðrum leikhluta sýndu Stúdínur þónokkur batamerki en liðin gengu til leikhlés í stöðunni 19-48 og ljóst í hvað stefndi. ÍS reyndi fyrir sér í svæðisvörn en hún var ekki nægilega þétt til að saxa almennilega á forskot Hauka í fyrri hálfleik.

 

{mosimage}

 

Strax í upphafi síðari hálfleiks urðu Pálína Gunnlaugsdóttir og Ifeoma Okonkwo frá að víkja með stuttu millibili vegna meiðsla og léku þær ekki meira með Haukum í leiknum. Eitthvað fát virtist í kjölfarið koma á Haukaliðið og unnu Stúdínur þriðja leikhlutanna 14-7 en það var einfaldlega ekki nóg.

 

Það var einfaldlega forgangsatriði fyrir Haukakonur að klára leikinn í fjórða leikhluta sem og þær gerðu og urðu lokatölur leiksins 70-48 Haukum í vil þar sem Helena Sverrisdóttir gerði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar, stal 8 boltum og tók 5 fráköst. Hjá ÍS var Lovísa Guðmundsdóttir atkvæðamest með 13 stig, 5 stoðsendingar og 5 fráköst.

 

Helena Sverrisdóttir er í feiknaformi þessa dagana og er í uppsiglingu hjá henni stórgott tímabil ef hún heldur áfram á þessari braut en skemmst er þess að minnast þegar hún fór hamförum í Laugardalshöllí Poweradebikarnum gegn Grindavík.

 

Stúdínur hafa lítið náð að æfa saman á undirbúningstímabilinu og sést það vel á liðinu en auk þess sakna þær miðherja síns Signýjar Hermannsdóttur sem mun ekki leika körfuknattleik í vetur sökum anna í námi og þá var landsliðsbakvörðurinn Stella Rún Kristjánsdóttir fjarverandi vegna meiðsla.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndir: [email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -