Keflavík fékk ÍR í heimsókn í Blue höllina í kvöld. Keflavík taplausar á toppi Subwaydeildarinnar og ÍR án sigurs á botninum.
Leikurinn byrjaði rólega en heima stúlkur settu niður körfur á meðan gestirnir gerðu það ekki. Keflavíkurstúlkur voru komnar með 12 stig áður en gestirnir náðu að koma boltanum ofan í körfuna. Jafnara var með liðunum um miðbik fyrsta leikhluta þar sem bæði lið skiptust á að skora. Keflavík kláraði svo betur undir lok leikhlutans. Staðan eftir fyrsta leikhluta 27 – 11.
Keflavík skoruðu fyrstu stig leikhlutans, ÍR stúlkur voru þó ekki á því að leyfa endurtaka fyrsta leikhluta og gerðu vel í að koma sér inn í leikinn. Liðin skiptust á að skora framan af leikhluta en það voru heimastúlkur sem aftur kláruðu aftur betur. Staðan í hálfleik 47 – 28 Keflavík í vil.
ÍR komu alveg ótengdar til seinni hálfleiks. Blanda af góðum varnarleik Keflavík og töpuðum boltum gerði það að verkum að það tók fjórar og hálfa mínútu fyrir gestina að komast á blað. Stigin komu gestunum í samband við leikinn og vörnin þéttist. Stigin í leikhlutanum urðu ekki mörg, en bæði lið spiluðu á köflum hörku vörn. Staðan eftir þriðja leikhluta 63 – 33.
Fjórði leikhluti byrjaði rólega. Margar stúlkur af bekknum fengu að spreyta sig. Ekki var skorað mikið fyrstu 5 mínútur leikhlutans en aðeins komu 6 stig á skýrslu. 2 frá Keflavík og 4 frá ÍR. Lokatölur 72 – 40.
Byrjunarlið:
Keflavík: Karina Denislavova Konstantinova, Daniela Wallen Morillo, Anna Ingunn Svansdóttir, Eygló Kristín Óskarsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir.
ÍR: Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, Jamie Janesse Cherry, Sólrún Sæmundsdóttir, Anika Linda Hjálmarsdóttir og Greeta Uprus.
Hetjan:
Daniela Wallen Morillo var best á vellinum í kvöld, hún spilaði undir 20 mínútur og átti nokkuð þægilegt kvöld. Allir á skýrslu fengu mínútur hjá Keflavík og það var ekki að merkja að leikur liðsins breyttist mikið við skiptingar. Byrjunarlið Keflavíkur og allur bekkurinn á hrós skilið. Margrét Blöndal áti fína innkomu af bekknum fyrir ÍR
Kjarninn:
ÍR spilaði á köflum fínan körfubolta en góð vörn Keflavíkur og mistök í sókninni gerðu það að verkum að þær náðu aldrei neinu flæði. Keflavíkurstúlkur voru öruggar í sínum aðgerðum. Leiddu leikinn allan tímann og stóð aldrei nein ógn af gestunum.
Viðtöl:
Katla Rún Garðarsdóttir
Hörður Axel Jóhannsson
Ari Gunnarsson