spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Zaragoza

Öruggt hjá Zaragoza

Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson létu til sín taka í ACB deildinni á Spáni í dag. Jón og félagar í Zaragoza höfðu öruggan heimasigur gegn Cajasol en Haukur og Manresa gerðu Real Madrid skráveifu á útivelli en máttu þó sætta sig við tap.
 
CAI Zaragoza 86-55 Cajasol
Jón Arnór lék í rúmar 10 mínútur í leiknum og gerði 5 stig, hann setti niður einn þrist og tvö víti og tók einni eitt frákast í leiknum. Sigahæstur í sigurliði Zaragoza var Damjan Rudez með 21 stig og 4 fráköst. Jón hvíldi í síðari hálfleik sökum verkja í mjöðm sem hafa verið að angra hann síðustu daga.
Zaragoza er í 7. sæti deildarinnar eftir leikina um helgina. Liðið hefur unnið 5 leiki og tapað 3.
 
Manresa 84-97 Real Madrid
Haukur Helgi Pálsson skellti niður tveimur þristum í fyrri hálfleik og lauk leik með sex stig en þetta var áttunda deildartap Manresa sem er eina lið deildarinnar sem enn hefur ekki unnið leik.
 
Staðan í ACB deildinni
Endesa League Standings 2012-13 Week 8 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 8 8 0 724 617  
2   Valencia Basket 8 6 2 634 585  
3   Herbalife Gran Canaria 8 6 2 594 553  
4   Gescrap Bizkaia Bilbao Basket 8 6 2 617 587  
5   Regal FC Barcelona 8 5 3 637 552  
6   CAI Zaragoza 8 5 3 597 543  
7   Asefa Students 8 5 3 664 614  
8   Caja Laboral 8 5 3 645 602  
9   Unicaja 8 5 3 583 554  
10   Blusens Monbus 8 5 3 583 563  
11   Blancos de Rueda Valladolid 8 5 3 612 633  
12   Joventut FIATC 8 4 4 639 628  
13   CB Murcia UCAM 8 3 5 619 656  
14   CB Canarias 8 1 7 599 662  
15   Lagun Aro GBC 8 1 7 563 638  
16   Mad-Croc Fuenlabrada 8 1 7 567 654  
17   Cajasol 8 1 7 524 651  
18   Manresa Assignia 8 0 8 583 692
  
Fréttir
- Auglýsing -