spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Njarðvík

Öruggt hjá Njarðvík

Njarðvíkingar fóru nokkuð illa með gesti sína frá Sauðrárkróki í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í Iceland Express deild karla. 108-81 var lokastaða kvöldsins og sáu Tindastólsmenn rétt til sólar á fyrstu mínútum leiksins en svo ekki sögunni meir.
Leikurinn hófst með þrist frá Magnús Gunnarsyni en það var Helgi Margeirsson sem var fljótur að svara í sömu mynt hinumegin á vellinum. Staðan var 8:8 eftir tæpar tveggja mínútna leik en þá fóru leiðir að skilja hægt og bítandi á milli liðanna. Jóhann Árni Ólafsson fór svo sannarlega fyrir sínum mönnum í fyrsta fjórðung og skoraði 21 stig af þeim 35 stigum sem liðið skoraði í fjórðungnum.  
 
Njarðvíkingar voru strax komnir með 14 stiga forskot í fyrsta fjórðung og bættu í það fyrir hálfleik þegar staðan var strax orðin þá 61-38 og hittni heimamanna gríðarlega góð. Oft gerist það að í seinni hálfleik slaka liðin aðeins á taumnum en ekki í þetta skiptið. Njarðvíkingar hófu seinni hálfleik á að skora fyrstu níu stigin og eftir það var aldrei litið tilbaka. 
 
Njarðvíkingar voru einfaldlega of sterkir í kvöld fyrir Tindastólsmenn. Jóhann Árni Ólafsson fór á kostum í þessum leik og setti niður 36 stig en Páll Kristinsson kom honum næstur með 14 stig. Rúnar Ingi Erlingsson stjórnaði leik heimamanna af mikilli festu og sendi kappinn 10 stoðsendingar í kvöld. Hjá gestunum var það Svavar Birgisson sem var með 19 stig og Mihael Giovacchni næstur honum með 16 stig. 
 
Viðtöl eftir leik eru á Karfan TV
 
Fréttir
- Auglýsing -