Grindavík tyllti sér í gær aftur á topp Domino´s deildar karla með öruggum 110-82 sigri á nýliðum KFÍ. Meistararnir voru við stýrið allan leikinn þar sem Aaron Broussard gerði 28 stig og tók 8 fráköst.
Byrjunarlið Grindavíkur: Jóhann Árni Ólafsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Þorleifur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Byrjunarlið KFÍ: Tyrone Lorenzo Bradshaw, Kristján Pétur Andrésson, Damier Erik Pitts, Mirko Stefan Virijevic og Jón Hrafn Baldvinsson.
Grindvíkingar settu niður fyrstu 7 stig leiksins en KFÍ náði að komast inn í leikinn og komust í 7-5. KFÍ náði þó aldrei að jafna Grindavík og var staðan eftir fyrsta leikhluta 35-26. Aaron Broussard var kominn með 11 stig fyrir Grindavík og Damier Erik Pitts 11 stig fyrir KFÍ.
KFÍ komst niður í 4 stiga mun þegar sex mínútur voru eftir að öðrum leikhluta. En Grindavík sigldi svo framúr og áttu KFÍ engan möguleika á sigri. Leikhlutinn endaði því 57-41 Grindavík í vil.
Fyrir Grindavík í hálfleik var Aaron Broussard með 20 stig og 7 fráköst, Samuel Zeglinski var með 10 stig og 7 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 10 stig.
Fyrir KFÍ í hálfleik var Damier Erik Pitts með 17 stig og 6 stoðsendingar, Tyrone Lorenzo Bradshaw kom næstur með 8 stig og Kristján Pétur Andrésson með 6 stig.
Í þriðja leikhluta hélt Grindavík áfram að auka muninn og leikmenn af bekknum fengu að spila í auknu magni. Lauk leikhlutanum í stöðunni 92-63 Grindavík í vil
Í fjórða leikhlutanum voru lykilleikmenn Grindavíkur hvíldir að miklu leyti og endaði leikurinn 110-82 Grindavík í vil
Allir leikmenn liðanna fengu að spreyta sig í þessum leik. Ekki hægt að tala um neina spennu enda hafði Grindavík sigurinn í höndunum allan tímann. Samuel Zeglinski stóð sig vel og átti nokkur tilþrif í leiknum ásamt því að senda tvær sendingar þar sem hann horfði upp í stúku og gaf boltann undir körfuna.
Fyrir Grindavík var Aaron Broussard með 28 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Samuel Zeglinski var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 13 stig og 5 fráköst
Fyrir KFÍ var Damier Erik Pitts með 32 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Tyrone Lorenzo Bradshaw var með 15 stig og 5 fráköst. Kristján Pétur Andrésson var með 11 stig.
Mynd úr safni
Umfjöllun/ Jenný Ósk