spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Breiðablik í Dalhúsum

Öruggt hjá Breiðablik í Dalhúsum

Fjölnir og Breiðablik áttust við í Dalhúsum í kvöld í 1. deild kvenna. Breiðablik setti tóninn strax á fyrstu mínútum leiksins og hafði náð 9 stiga forystu eftir tæplega tveggja mínútna leik með 8 stigum frá Berglindi Ingvarsdóttur og 1 stigi frá Anítu Rún Árnadóttur. Þá vöknuðu Fjölnisstúlkur af dvalanum og settu meiri kraft í vörnina, en á sama tíma gekk erfiðlega hjá þeim að skapa sér opin skot í sókninni. Breiðablik leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-18 og munaði þar um að Fjölnir nýtti einungis 2 af 11 vítaskotum sínum.    

Lítið skor var framan af í 2. leikhluta og töluvert af töpuðum boltum hjá báðum liðum. Um miðjan hálfleikinn náðu Blikar 15 stiga forystu, 12-27, en Fjölnisstúlkur réttu aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn niður í 10 stig áður en flautað var til hálfleiks. Þriðji leikhluti var eign Breiðabliks, þær spiluðu stífa vörn á Fjölni og náðu að halda þeim í einungis 9 stigum. Staðan eftir þriðja leikhluta 30-58 Breiðablik í vil. Meira jafnræði var á með liðunum í fjórða leikhluta en svo fór að Breiðablik sigldi heim öruggum sigri, 45-71. 

Stigaskor Fjölnis: Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 19 stig/4 stoðsendingar, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 7 stig/5 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 7 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 5 stig, Margrét Eiríksdóttir 4 stig, Erna María Sveinsdóttir 3 stig, Fanney Ragnarsdóttir 0 stig, Elísa Birgisdóttir 0 stig, Sigrún Elísa Gylfadóttir 0 stig, Hanna María Ástvaldsdóttir 0 stig, Friðmey Rut Ingadóttir 0 stig

Stigaskor Breiðabliks: Berglind Karen Ingvarsdóttir 18 stig/7 fráköst/6 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 13 stig, Katla Marín Stefánsdóttir 8 stig/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7 stig/11 fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Edda Bjarnadóttir 7 stig, Arndís Þóra Þórisdóttir 6 stig, Hlín Sveinsdóttir 5 stig, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4 stig/7 fráköst/5 stolnir boltar, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2 stig, Bergdís Gunnarsdóttir 1 stig, Elín Kara Karlsdóttir 0 stig, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 0 stig 

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Mynd: Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 7 stig á móti Fjölni, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -