spot_img
HomeFréttirÖruggt frá upphafi til enda í Njarðvík (Umfjöllun)

Öruggt frá upphafi til enda í Njarðvík (Umfjöllun)

 
Njarðvík og Fjölnir áttust við í kvöld í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í Iceland Express deild kvenna. Fyrir leik kvöldsins voru Njarðvíkurkonur með einn tapleik og einn sigurleik á bakinu en Fjölniskonur höfðu tapað báðum sínum leikjum.
Byrjunarlið kvöldsins:
UMFN = Dita – Shayla – Ólöf – Ína María – Árnína
Fjölnir = Inga – Margareth – Bergþóra – Erla Sif – Birna
 
Njaðvíkurstelpur byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 14-2 með frábærum varnarleik. Fjölnisstelpur spiluðu 2-3 svæðisvörn meira og minna allan leikinn sem Njarðvík leysti ásamt því að hitta vel fyrir utan. Fjölnisstelpur leituðu mikið inn í teig á hina stóru og stæðulegu Ingu Buzoka sem reyndi sitt besta á móti Ditu en var óheppin með mörg skota sinna. Njarðvík stjórnaði leiknum frá fyrstu mínútu og munaði um minna að leikstjórnandinn hjá Fjölni Margareth var ekki að finna sig í fyrri hálfleik. Gaman var að sjá að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var komin aftur í búning hjá Njarðvík eftir barneignarfrí og komst hún ágætlega frá sínu þær mínútur sem hún lék. Staðan í hálfleik 42-23. Dita var atkvæðamest hjá Njarðvík í hálfleiknum með 15stig og 8fráköst en hjá Fjölni var Inga með 10stig og 5 fráköst.
 
Í seinni hálfleik byrjuðu Njarðvíkurstúlkur af krafti og settu skotin sín niður og spiluðu skemmtilegan bolta. Miklu munaði fyrir Fjölni að Inga Buzoka fór meidd af velli eftir 6mín leik í 3.leikhluta og kom ekki meira við sögu. Margareth McCloskey var örugglega ekki sátt með sína spilamennsku í fyrri hálfleik og vildi örugglega bæta fyrir það sem hún og gerði en hún skoraði 20 stig í seinni hálfleik af 27 stigum sem Fjölnir gerði. Hún var eina hjá Fjölni sem var ógnun í sókninni. Fjölnir þurfa mun meira frá sínum íslensku stelpum en sem þær fengu í kvöld en þær léku þó án Grétu Maríu Grétarsdóttur sem vissulega er skarð fyrir skyldi.
 
Shayla Fields átti mjög góðan dag ásamt Ditu Liepkalne sem er frábær leikmaður. En það sem skóp sigurinn hjá Njarðvík í kvöld var mjög góð liðsheild og frábær varnarleikur. Öruggur sigur 90-50
 
Njarðvík : Dita Liepkalne 22/9 fráköst, Shayla Fields 18/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 13, Ólöf Helga Pálsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 9, Heiða Valdimarsdóttir 8/6 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2/6 fráköst, Dagmar Traustadóttir 2, Erna Hákonardóttir 1, Anna María Ævarsdóttir 1, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0/4 fráköst.
 
Fjölnir: Margareth McCloskey 22/9 fráköst, Inga Buzoka 10/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Erla Sif Kristinsdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0, Birna Eiríksdóttir 0/4 fráköst.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson
Umfjöllun: AMG
 
Ljósmyndir/ Sölvi Logason – Á efri myndinni er Sara Dögg Margeirsdóttir að skora 2 af 4 stigum sínum í leiknum fyrir Njarðvíkinga. Á neðri myndinni er Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir á ferðinni en hún var að leika sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir barneignafrí.

Fréttir
- Auglýsing -