Það er óhætt að segja að úrslit kvöldsins í Iceland Express deild karla voru eftir bókinni. Grindavík sigraði ÍR 106-65 á heimavelli og Keflavík lagði Hamar í Hveragerði 74-103. Í 1. deild karla var hins vegar meiri spenna. Skallagrímur vann slaginn um Vesturlandið þegar þeir lögðu ÍA á Akranesi 82-54, Valur sótti sigur til Akureyrar 76-58 en í Laugardalshöll tapaði KFÍ sínum öðrum leik í vetur þegar Ármann lagði þá 83-77.