Íslenska landsliðið mun mæta Tyrklandi í Istanbúl kl. 13:00 á morgun sunnudag 25. febrúar í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en næst leikur Ísland svo heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember á þessu ári.
Karfan spjallaði við Orra Gunnarsson leikmann Íslands í Istanbúl í dag. Eftir að hafa átt góðu gengi að fagna með yngri landsliðum Íslands á síðustu árum hefur Orri verið að koma sterkur inn í íslenska A landsliðið. Leikur morgundagsins gegn Tyrklandi verður hans annar gegn liðinu, en í undankeppni Ólýmpíuleikana í ágúst síðastliðnum átti Orri frábæran leik og setti 20 stig gegn heimamönnum í Sinan Erdem höllinni í Istanbúl.