Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves máttu þola sitt þrettánda tap í röð í bandaríska háskólaboltanum er liðið lá fyrir Olivet Nazarene University, 89-75. Liðið það sem af er tímabili ekki unnið leik, en líkt og tekið var fram, tapað þrettán.
Á 38 mínútum spiluðum í leik næturinnar skilaði Orri 7 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta. Næst leika Cardinal Stritch komandi föstudag 6. febrúar gegn Govenors State.