Stjarnan samdi á dögunum við þá Friðrik Anton Jónsson og Orra Gunnarsson komandi átök í Dominos deildinni, en þeir eru tveir af efnilegri leikmönnum félaagsins.
Eru þeir á 17. og 18. ári og má því gera ráð fyrir að þeir leiki einnig með samstarfsfélagi Stjörnunnar í fyrstu deildinni, Álftanesi á komandi tímabili.
Báðir hafa leikmennirnir verið hlutar af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.