Orri Hilmarson og Cardinal Stritch Wolves lögðu í gærkvöldi lið Maranatha Baptist University í bandaríska háskólaboltanum, 80-46.
Leikurinn var sá fyrsti sem Wolves vinna í vetur, en áður höfðu þeir tapað þremur leikjum nú í upphafi móts.
Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Orri 13 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu, 2 stolnum boltum og vörðu skoti.
Næsti leikur Orra og Cardinal Stritch Wolves er komandi laugardag 13. nóvember gegn Olivet Nazarene University.