Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch University Wolves leita enn að fyrsta sigurleik tímabilsins í bandaríska háskólaboltanum, en í nótt tapaði liðið fyrir Lincoln College Lynx, 78-69. Liðið er því 0-6 það sem af er.
Orri lék mest allra í liði Wolves í leiknum, 36 mínútur. Á þeim skilaði hann 12 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Næsti leikur þeirra er gegn Maranatha Baptist University þann 16. janúar.