Orri Gunnarsson og svanirnir frá Gmunden lögðu BC Vienna í kvöld í úrvalsdeildinni í Austurríki, 77-80.
Á tæpum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 15 stigum, 2 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Svanirnir eru eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með níu sigra eftir fyrstu þrettán umferðirnar, tveimur sigurleikjum fyrir neðan Klosterenburg sem eru í efsta sætinu.