spot_img
HomeFréttirOrri aftur besti maður vallarins er Ísland tryggði sér 15. sæti Evrópumótsins

Orri aftur besti maður vallarins er Ísland tryggði sér 15. sæti Evrópumótsins

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi. Í dag lagði liðið Írland í lokaleik sínum á mótinu og hafna þeir því í 15. sæti þess þetta árið.

Íslensku strákarnir mættu klárir til leiks í dag. Leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-8. Undir lok fyrri hálfleiksins náði Írland þó aðeins að komast inn í leikinn, en Ísland hélt forystu sinni. Staðan 35-22 fyrir Ísland þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn nokkuð jafn. Ísland þó áfram skrefinu á undan, náðu að halda forystu sinni fram að lokaleikhlutanum. Í honum gerðu þeir svo nóg til þess að sigla nokkuð góðum 8 stiga sigri í höfn, 75-67.

Atkvæðamestu fyrir Ísland í leiknum var Orri Gunnarsson með 21 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot.

Tölfræði leiks

Upptaka af leik

Fréttir
- Auglýsing -