Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Orlando Magic
Heimavöllur: Amway Center
Þjálfari: Frank Vogel
Helstu komur: Jonathon Simmons, Mareese Speights, Jonathan Isaac.
Helstu brottfarir: Jeff Green, CJ Watson.
Síðustu árin hef ég átt í stökustu vandræðum með að átti mig á þessu Orlando Magic liði, hvaða stíl ætla þeir að spila? Hvaða stöðu spilar Aaron Gordon? Er Mario Hezonja NBA leikmaður? Hvað er að frétta með hárið á Elfrid Payton? Ætti ég að gúgla Evan Fournier?
Styrkleikar liðsins eru ekki margir, þetta er ungt lið sem er enn að leita að sýnu sjálfi. Frank Vogel hefur sýnt að hann er góður varnarþjálfari og leikmenn eins og Jonathon Simmons og Bismack Byombo gætu gert ágætis hluti þeim megin á vellinum, Evan Fournier er flottur leikmaður sem setur stig á töfluna. Þá hef ég ákveðið að gefa Elfrid Payton síðasta séns.
Veikleikarnir eru skortur á heildaryfirbragði hjá liðinu, leikmenn spila út úr stöðu og leikstjórnandi liðsins er vond skytta. Þegar að Byombo er ekki inni á vellinum eru það Vucevic eða Speights sem spila undir körfunni og þeir eru báðir skelfilegir varnarlega. Evan Fournier er kannski flottur, en að hann sé sennilega besti leikmaður liðsins er ekki gott.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Elfrid Payton
Evan Fournier
Terrence Ross
Aaron Gordon
Nikola Vucevic
Fylgstu með: Elfrid Payton, það er ekki hægt annað. Sjáið bara hárið á manninum. Hann er einnig líklegur til þess að henda í nokkrar þrennur.
Gamlinginn: Maurice Speights (31) er stórskemmtilegur leikmaður, tekur ruðninga og setur þrista. Ekkert annað.
Spáin: 27–55 – 12. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11.
10.
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.