spot_img

Ori Garmizo til Hauka

Haukar hafa samkvæmt heimildum gengið frá samning við hinn ísraelsk-þýska Ori Garmizo. Garmizo er 24 ára, 195 cm framherji sem síðast lék með Luetzel-Post Koblenz í þýskur 3. deildinni. Þar skilaði hann 11 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Leikmannagluggi Dominos deildarinnar opnar á nýju ári og geta Haukar því samið við leikmanninn, en fyrsti leikur þeirra eftir áramótin er gegn Val þann 6. janúar nætkomandi.

Fréttir
- Auglýsing -