spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrðið á götunni: Yfirgefur Þórir Guðmundur Skagafjörðinn og ætlar Kristinn Pálsson aftur...

Orðið á götunni: Yfirgefur Þórir Guðmundur Skagafjörðinn og ætlar Kristinn Pálsson aftur á meginlandið?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Leikmaður Tindastóls Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er mikið á milli tannanna á fólki þessar síðustu vikur. Samkvæmt orði götunnar er hann nú talinn líklegur til þess að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt í KR fari svo að hann hafni samningstilboði Tindastóls, en því hefur verið fleygt fram að semji hann við KR sé hann að samþykkja nokkuð lægri laun en hann hefði fengið fyrir að vera áfram í Skagafirðinum.

  • Þá eru KR sagðir á eftir fyrrum leikmanni Stjörnunnar Alexander Lindqvist fyrir komandi tímabil í Bónusdeildinni.

  • KR eru einnig sagðir hafa átt í viðræðum við annan leikmann frá Svíþjóð, Nick Spires, sem lék fyrir Södertalje í heimalandinu á síðustu leiktíð.

  • Besti leikmaður Bónusdeildarinnar á síðasta tímabili leikmaður Íslandsmeistara Vals Kristinn Pálsson er sagður vera með nokkur tilboð á borðinu frá liðum í Evrópu sem hann íhugi alvarlega þessa dagana.

  • Jón Axel Guðmundsson er sagður íhuga það af mikilli alvöru að koma heim og leika fyrir Grindavík á næsta tímabili. Íslandsmeistarar Vals eru einnig sagðir hafa haft áhuga á að semja við leikmanninn, en það er talið ólíklegt að svo verði.

  • Eftir fimm góð tímabil með Íslandsmeisturum Keflavíkur er Daniela Wallen sögð á leiðinni frá félaginu. Samkvæmt orðinu á götunni hafa einhver félög sett sig í samband við hana, en ólíklegt er að hún leiki áfram á Íslandi.

  • Hanna Þráinsdóttir leikmaður Hauka er talin líkleg til að ganga til liðs við nýliða Aþenu fyrir komandi tímabil í Bónusdeild kvenna.

  • Keflvíkingar eru sagðir vilja halda Danero Thomas á komandi tímabili í Bónusdeild karla, en hann mun samkvæmt orðinu þó einnig vera með tilboð á borðinu frá Breiðablik og KR.

  • Bandarískur leikmaður Njarðvíkur Selena Lott er sögð vera með samningstilboð á borðinu frá nokkrum liðum á Íslandi, en líklegast er talið að hún gangi til liðs við Keflavík fyrir komandi leiktíð í Bónusdeild kvenna.

  • Orðið á götunni er að Sæþór Elmar Kristjánsson sé á leið frá Hetti til Sindra, en Fjölnir eru einnig sagðir hafa átt í viðræðum við leikmanninn.

  • Leikmaður Grindavíkur á síðasta tímabili Dagný Lísa Davíðsdóttir er talin afar ólíkleg til að leika á því næsta. Samkvæmt orðinu á götunni hafa bæði Grindavík og Hamar/Þór reynt að semja við hana.

  • Fyrrum leikmaður KR og ÍR hinn Danil Krijanovskij er sagður íhuga endurkomu á völlinn eftir nokkra pásu og hafa ÍR og Selfoss verið nefndir sem mögulegir áfangastaðir.

  • Talið er líklegt að landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson verði áfram hjá Belfius Mons í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, en samkvæmt orðinu á götunni höfðu nokkur lið í Bónusdeildinni sett sig í samband við hann eftir að tímabilið endaði.

  • Varnarmaður ársins á síðasta tímabili í fyrstu deild kvenna leikmaður Ármanns Elfa Falsdóttir er ekki sögð örugg á næsta tímabili með liðinu. Samkvæmt orðinu á götunni eru KR, Hamar/Þór og Valur taldir líklegir áfangastaðir fari svo hún yfirgefi Laugardalinn.

  • Víkingur Goði Sigurðarson er sagður líklegur til þess að taka við meistaraflokki karla hjá Fylki fyrir komandi tímabil.

  • Leikmaður undir 20 ára liðs Íslands og Schwenningen í Þýskalandi Ágúst Goði Kjartansson er sagður íhuga að snúa aftur til Íslands fyrir komandi tímabil. Langlíklegast er talið að hann gangi til liðs við uppeldisfélag sitt í Haukum fari svo hann spili heima, en Valur og KR hafa einnig verið nefndir sem líklegir áfangastaðir.

  • Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar er sagður líklegur til að spila allavegana eitt ár í viðbót.

  • ÍR eru sagðir hafa átt í viðræðum við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil í Bónusdeild karla, fyrrum leikmann Njarðvíkur Lisandro Rasio og fyrrum leikmann Álftaness Cedrick Bowen.

  • Fyrrum leikmaður KR Ty Sabin hefur samkvæmt orðinu á götunni átt samskipti við forráðamenn Keflavíkur um að ganga til liðs við liðið fyrir komandi tímabil.

  • Selfyssingar eru sagðir stórhuga með nýstofnað lið sitt í 1.deild kvenna. Fyrrum leikmenn Hamars Íris Ásgeirsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir eru sagðar hafa sést á æfingum í Vallaskóla og þá er talið að liðið vilji semja við þekktan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil.

  • Þá er Stjarnan sögð hafa átt í viðræðum við fyrrum leikmann Njarðvíkur Chaz Williams.

  • Hringur Karlsson fyrrum leikmaður Hrunamanna í fyrstu deildinni er sagður hafa átt í viðræðum við ÍA og Þór Akureyri um að ganga til liðs við félögin fyrir komandi tímabil.

  • Enn er ekki vitað hvert Björgvin Hafþór Ríkharðsson mun fara fyrir næsta tímabil. Samkvæmt orðinu á götunni mun hann hafa átt samtöl við nokkur lið á höfuðborgarsvæðinu, meðal annarra Fjölni, KR og ÍR.

  • Arnþór Freyr Guðmundsson leikmaður Stjörnunnar er talinn afar ólíklegur til þess að vera með þeim á komandi tímabili. Lítið er þó vitað með hvert hann ætlar sér að fara.

  • Leikmaður Njarðvíkur Dominykas Milka er sagður hafa sést opnu húsi hjá fasteignasölu í Þorlákshöfn á dögunum. Til þessa hefur það verið talið líklegt að hann leiki áfram fyrir Njarðvík, en spurningar hafa þó vaknað, hvort hann sé að kaupa sér hús í bænum og enn frekar hvort hann gangi þá til liðs við heimaliðið, Þórsara.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -