spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaOrðið á götunni: Verður Helena með í úrslitakeppninni?

Orðið á götunni: Verður Helena með í úrslitakeppninni?

Orðið á götunni er að mögulega berist liði Njarðvíkur liðsstyrkur fyrir úrslitakeppni Bónus deildar kvenna.

Samkvæmt orðrómi mun landsliðskonan Helena Rafnsdóttir vera líkleg til þess að leika með liðinu í úrslitakeppninni sem rúllar af stað á mánudaginn. Njarðvík hafði endað í 2. sæti deildarkeppninnar og munu þær mæta Stjörnunni í 8 liða úrslitum.

Helena er að upplagi úr Njarðvík og var í liði þeirra sem vann Íslandsmeistaratitilinn 2022. Síðan þá hefur hún verið í bandaríska háskólaboltanum með University of North Florida, en þar sem um er að ræða skólalið hefur hún ekki þurft að fá félagaskipti úr Njarðvík. Helena er 21 árs bakvörður sem að upplagi er úr Njarðvík, en með þeim lék hún upp alla yngri flokka og með meistaraflokki frá árinu 2018. Þá lék Helena upp öll yngri landslið Íslands, en árið 2022 var hún komin í A landsliðið.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á karfan@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -