spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Tekur Leó slaginn með ÍR?

Orðið á götunni: Tekur Leó slaginn með ÍR?

Orðið á götunni er að mögulega berist liði ÍR liðsstyrkur fyrir úrslitakeppni Bónus deildar karla.

Samkvæmt orðrómi mun hinn efnilegi Friðrik Leó Curtis vera íhuga að taka slaginn með uppeldisfélagi sínu.

Leó lék á sínum tíma upp alla yngri flokka félagsins og síðan með meistarafflokki þeirra, en á síðasta tímabili var hann einn besti leikmaður fyrstu deildarinnar er ÍR vann sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Nú í vetur hefur hann verið á mála hjá Cats academy undirbúningsskólanum, en næsta haust gerist hann svo leikmaður stórliðs Arizona State í bandaríska háskólaboltanum.

ÍR mætir Stjörnunni í fyrsta leik átta liða úrslita annað kvöld, en Stjarnan hafnaði í 2. sæti deildarkeppninnar á meðan ÍR var í 7. sætinu.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á karfan@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -