spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Tekur Baldur við Stjörnunni í sumar?

Orðið á götunni: Tekur Baldur við Stjörnunni í sumar?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Heyrst hefur að Ólafur Ólafsson íhugi að yfirgefa uppeldisfélag sitt í Grindavík og ganga í raðir Njarðvíkur, Keflavíkur eða Stjörnunnar fyrir næsta tímabil

  • Sá orðrómur er í gangi að þjálfari Tindastóls Baldur Þór Ragnarsson muni yfirgefa Sauðárkrók í sumar og taka við liði bikarmeistara Stjörnunnar af Arnari Guðjónssyni

  • Þá hefur heyrst að Ingi Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar muni taka við Álftanesi í fyrstu deildinni af Hrafni Kristjánssyni

  • Þá er sá orðrómur í gangi að Ívar Ásgrímsson muni hætta með Breiðablik í Subway deild kvenna og hefur nafn Harðar Unnsteinssonar verið nefnt sem mögulegur arftaki, en Hörður var með KR í fyrstu deildinni á yfirstandandi tímabili

  • Heyrst hefur að miðherji Keflavíkur Salbjörg Ragna Sævarsdóttir sé ekki viss hvort hún taki annað tímabil með liðinu í Subway deild kvenna eftir að hafa verið með þeim frá árinu 2016

  • Einnig mun miðherji Stjörnunnar Ragnar Nathanaelsson vera talinn á leið aftur í heimahagana til Hamars í Hveragerði

  • Heyrst hefur að ekki sé öruggt að Hjalti Þór Vilhjálmsson muni halda áfram með Keflavík

  • Þá hefur heyrst að Sverrir Þór Sverrisson muni ekki halda áfram með Grindavík

  • Við bæði störf, Grindavík og Keflavík, er fyrrum þjálfari ÍR Borche Ilievski orðaður

  • Þjálfari nýliða Njarðvíkur í Subway deild kvenna Rúnar Ingi Erlingsson er sagður ólíklegur til þess að halda áfram með liðið á komandi tímabili

  • Leikmaður ÍR Breki Gylfason er talinn muni róa á ný mið á komandi tímabili og bæði sé hann í viðræðum við Breiðablik og nýliða Hauka

  • Þá er einnig talið að bakvörður Þórs Akureyri Dúi Þór Jónsson vilji halda áfram í Subway deildinni eftir að lið hans féll úr henni og að bæði komi Haukar og uppeldisfélag hans í Stjörnunni til greina

  • Nýliðar Hauka eru einnig sagðir á eftir leikmanni Stjörnunnar Hilmari Smára Henningssyni, en hann hefur einnig verið orðaður við Breiðablik og KR

  • Nýliðar Hauka eru reyndar sagðir ætla sér að reyna að fá fleiri uppalda leikmenn en Hilmar Smára til baka, en Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson leikmenn Vals hafa einnig verið nefndir til sögunnar

  • Þá hefur heyrst að leikmaður ÍR Collin Pryor sé í viðræðum um að vera með Breiðabliki á næsta tímabili

  • Leikmaður KR Þorvaldur Orri Árnason er talinn muni yfirgefa félagið í sumar, hvort sem það verður vestur um haf í háskóla eða á meginland Evrópu

  • KR eru sagðir taka fundi með mörgum þessa dagana, einn af þeim á að hafa verið Dagur Kár Jónsson, sem ekki hefur leikið síðan hann kom heim frá Spáni úr atvinnumennsku nú í janúar

  • Þá hefur heyrst að einn af efnilegri leikmönnum landsins leikmaður Fjölnis Daníel Ágúst Halldórsson muni ekki ákveða hvort hann haldi áfram með liðinu fyrr en þeir hafa ráðið þjálfara

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -