spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrðið á götunni: Sara Rún íhugar stöðuna, Elvar neitaði riastilboði Grindavíkur og...

Orðið á götunni: Sara Rún íhugar stöðuna, Elvar neitaði riastilboði Grindavíkur og samningsviðræður Hilmars og Stjörnunnar dragast á langinn

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Leikmaður meistara Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er sagð hafa átt samtöl við forráðamenn nokkurra liða í Subway deild kvenna og samkvæmt orðinu á götunni er talið allt eins líklegt hún semji við annað lið í Subway deildinni, verði hún á annað borð á Íslandi.

  • Sögusagnir af liði Selfoss í fyrstu deild kvenna halda áfram og hefur Hallgrímur Brynjólfsson verið orðaður við þjálfarastöðuna.

  • Stefán Orri Davíðsson leikmaður nýliða ÍR í Subway deild karla er sagður hugsa sér til hreyfings og eru KV og Breiðablik bæði taldir líklegir áfangastaðir.

  • Þá er annar leikmaður ÍR Lúkas Stefánsson orðaður við ÍA og Selfoss.

  • Samkvæmt orðrómi er Tómas Orri Hjálmarsson talinn líklegur til þess að ganga til liðs við ÍR fyrir komandi leiktíð í Subway deild karla.

  • Leikmaður Stjörnunnar Hlynur Bæringsson er sagður íhuga að leggja skóna á hilluna.

  • Viðræður Stjörnunnar og Hilmars Smára Henningssonar hafa verið gífurlega erfiðar samkvæmt orðinu á götunni. Hann er enn talinn líklegur til þess að ganga til liðs við þá fyrir komandi tímabil, en samkvæmt orðrómi hafa viðræður milli leikmanns og félags staðið í yfir mánuð. Fari svo að þær sigli í strand eru Haukar og KR sögð bíða á hliðarlínunni.

  • Daði Steinn Arnarsson er sagður hafa átt í viðræðum við nokkur félög um að gerast aðstoðarþjálfari á komandi leiktíð, líklegt þykir hann semji við Hauka.

  • Bæði Haukar og Valur er sögð vilja semja við leikmann Keflavíkur Önnu Láru Vignisdóttur fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

  • Samkvæmt orðinu á götunni er Sigvaldi Eggertsson með tilboð á borðinu frá KR sem hann er talinn líklegur til að samþykkja.

  • Ármenningar eru sagðir hafa átt fund með Magnúsi Már Traustasyni um að leikmaðurinn gangi til liðs við þá fyrir komandi tímabil.

  • Þá hefur hefur heyrst að fyrrum leikmaður Hauka og Álftaness Daniel Love sé undir smásjánni hjá nýliðum ÍR.

  • Samkvæmt orðinu á götunni hefur Tindastóll átt í viðræðum við Jan Bezica um að taka við meistaraflokki kvenna fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

  • Þrátt fyrir að Grindavík hafi samið við mikið af liðinu sem fór með þá í úrslit Subway deildar karla eru þeir enn sagðir á eftir sterkum leikmönnum. Samkvæmt orðrómi hefur Jón Axel Guðmundsson ekki ákveðið sig og þá er sagt að Elvar Már Friðriksson hafi hafnað risatilboði frá þeim.

  • Samkvæmt orðinu á götunni hafa Grindavík, KR og Tindastóll öll reynt að semja við Dedrick Basile fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -