Samkvæmt háværum orðrómi þessa dagana mun ungstirni Stjörnunnar Ísold Sævarsdóttir ekki hefja tímabilið með liðinu í Bónus deild kvenna.
Samkvæmt orðinu á götunni mun hún vera í pásu frá körfubolta eftir viðburðarríkt sumar, þar sem hún meðal annars varð Norðurlandameistari undir 18 ára í sjöþraut og lék með undir 18 ára stúlknaliði Íslands á Evrópumóti í körfubolta.
Samkvæmt því sem heyrst hefur mun hún vera í pásu frá körfubolta um óákveðinn tíma og því er ekki víst hvort hún leiki nokkuð með Stjörnunni á tímabilinu. Ef satt reynist er um mikla blóðtöku að ræða fyrir félagið. Ísold átti frábært tímabil fyrir Stjörnuna í fyrra. Liðið fór í undanúrslit bæði í bikar og úrslitakeppni og þá var hún einnig valin til þess að leika fyrir A landsliðið í fyrsta skipti á tímabilinu.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]