Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Orðið á götunni er að Íslandsmeistarar Vals hafi blandað sér í baráttunni um leikmann Acunsa GBC Ægir Þór Steinarsson með rausnarlegu tilboði, en hann hafði áður verið orðaður við bæði Stjörnuna og Njarðvík, færi svo að hann yrði á Íslandi á næsta tímabili
- Leikmaður Breiðabliks Frank Aaron Booker er sagður næsta öruggur til Grindavíkur
- Þá hefur heyrst að nýliðar Hattar séu við það að semja við leikmann Þórs Luciano Massarelli
- Einnig hefur heyrst að Höttur hafi átt í viðræðum við fyrrum leikmann Hauka Deion Bute
- Heyrst hefur að Sanja Orozovic leikmaður Fjölnis sé að íhuga að ganga í raðir Breiðabliks
- Blikar eru samkvæmt orðrómi nálægt því að ráða Yngva Gunnlaugsson í stað Ívars Ásgrímssonar í Subway deild kvenna
- Þá mun Breiðablik vera í viðræðum við fyrrum leikmann Vestra í Subway deild karla Julio de Assis
- Hinn efnilegi Almar Orri Atlason er sagður líklegur til þess að yfirgefa KR í sumar og hefur meðal annarra lið Keflavíkur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður
- Annar efnilegur, leikmaður Íslandsmeistara Vals Ástþór Atli Svalason er sagður líklegur til þess að taka tímabil í fyrstu deildinni og að líklega verði Fjölnir fyrir valinu
- Leikmaður Álftanes Ragnar Jósef Ragnarsson er sagður leita sér að liði og hefur Fjölnir verið nefndur sem áfangastaður
- Þá er bakvörður ÍR Róbert Sigurðsson sagður líklegur til þess að halda í heimahagana til Fjölnis
- Annar leikmaður ÍR er orðaður frá félaginu, en talið er allt eins líklegt að Benoný Svanur Sigurðsson gangi til liðs við Hamar í fyrstu deildinni
- Erlendir leikmenn Grindavíkur 2021-22 EC Matthews og Ivan Aurrecoechea eru báðir orðaðir við annað tímabil með félaginu
- Þá hefur heyrst að Ingvi Þór Guðmundsson sé orðinn leikfær á ný eftir að hafa verið frá í nokkurn tíma og að hann muni annaðhvort ganga til liðs við Þrótt Vogum eða uppeldisfélag sitt í Grindavík
- Samkvæmt orðrómi mun Austin Magnús Bracey vera nálægt því að ganga til liðs við nýliða Ármanns í fyrstu deild karla
- Gísli Þórarinn Hallsson leikmaður Sindra í fyrstu deild karla er sagður vera á leiðinni til nýliða Hattar í Subway deildinni
- Þá er liðsfélagi hans hjá Sindra Tómas Orri Hjálmarsson sagður á leið vestur um haf í bandaríska háskólaboltann
- Enn annar leikmaður Sindra, hinn efnilegi Birgir Leó Halldórsson er samkvæmt orðrómi á leiðinni til Spánar í akademíu Valencia
- Leikmaður Fjölnis Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir er sögð líkleg til þess að fylgja systur sinni Emmu Sóldísi til Hauka
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]