spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Eru Haukur Helgi, Hörður Axel og Ægir Þór allir...

Orðið á götunni: Eru Haukur Helgi, Hörður Axel og Ægir Þór allir á leiðinni til Stjörnunnar?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Talið er næsta öruggt að Ægir Þór Steinarsson leikmaður HLA Alicante á Spáni sé búinn að semja við Stjörnuna fyrir næsta tímabil í Subway deild karla

  • Þá er einnig sá orðrómur í gangi að Grindvíkingar hafi boðið Ægir samning sem myndi gera hann að lang launahæsta leikmanni deildarinnar á komandi tímabili

  • Þá er talið að Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson, sem eins og Ægir eru báðir fyrrum leikmenn Fjölnis, eigi báðir í viðræðum við Sjörnuna og því er allt eins líklegt að á næsta tímabili verði Grafarvogs endurfundir í Garðabænum

  • Fari svo að Hörður fari ekki til Stjörnunnar hefur Grindavík einnig verið nefndur sem líklegur áfangastaður fyrir hann

  • Þá hefur það verið í umræðunni að Haukur Helgi gæti gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals

  • Þá er Stjarnan sögð á eftir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur leikmanni Fjölnis í Subway deild kvenna

  • Samkvæmt orðrómi er Tindastóll við það að framlengja samningi sínum við Adomas Drungilas út næsta tímabil

  • Þá segir orðrómur að Arnaldur Grímsson leikmaður Selfoss og Sigvaldi Eggertsson úr ÍR séu báðir með góð tilboð á borðinu frá KR fyrir komandi tímabıl

  • Enn frekar herma fregnir að í viðræðum við leikmenn er KR ekki búið að nefna hver verður þjálfari liðsins, en Jakob Sigurðarson, Hörður Unnsteinsson og Hjalti Vilhjálmsson hafa verið nefndir við stöðuna samkvæmt orðrómi

  • Þá flýgur sú saga að Þorvaldur Orri Árnason leiti sér að liði erlendis fyrir næsta tímabil, en lítist honum ekki á það er hann talinn líklegur til þess að semja aftur við KR

  • Rebekka Rut Hjálmarsdóttir leikmaður nýliða ÍR á nýafstöðnu tímabili í Subway deild kvenna er ekki talin líkleg til þess að taka annað tímabil með þeim, en líklegir áfangastaðir eru taldir Fjölnir, Breiðablik eða KR

  • Annar leikmaður ÍR Margrét Blöndal er sögð líkleg til þess að halda heim í KR fyrir komandi tímabil

  • Hilmir Arnarsson leikmaður Fjölnis í fyrstu deildinni er talinn líklegur til þess að ganga til liðs við Hauka fyrir komandi tímabil

  • Haukar eru einnig sagðir vera á eftir leikmanni ÍR Sigvalda Eggertssyni

  • Nokkrar breytingar eru taldar yfirvofandi hjá Stjörnunni og talið er að einhverjir leikmenn gætu viljað frá félaginu, þar með taldir eru Júlíus Orri Ágústsson og Kristján Fannar Ingólfsson

  • Samkvæmt orðrómi hefur Valur Orri Valsson sagt upp samningi sínum í Keflavík, en félagið er þó talið vilja halda í hann, fari svo að hann yfirgefi Keflavík er talið að hann endi í Grindavík eða Njarðvík

  • Adama Darboe leikmaður Stjörnunnar er sagður hafa átt í viðræðum við KR fyrir komandi tímabil

  • Þá er ekki talið líklegt að Dominykas Milka muni leika áfram fyrir Keflavík, en fari svo að hann yfirgefi félagið hafa bæði Álftanes, Njarðvík, KR og Höttur verið nefnd sem mögulegir áfangastaðir

  • Þá er talið næsta öruggt að Hallgrímur Brynjólfsson muni verða arftaki Kristjönu Jónsdóttur sem næsti þjálfari Fjölnis í Subway deild kvenna

  • Hákon Örn Hjálmarsson leikmaður ÍR er talinn líklegur til þess að yfirgefa félagið fyrir komandi tímabil, en hann er sagður vera með góð tilboð frá Hetti og Þór Þorlákshöfn

  • Þá er Collin Pryor einnig talinn líklegur til þess að yfirgefa ÍR og að hann gangi annaðhvort til liðs við Álftanes eða Breiðablik fyrir komandi tímabil

  • Leikmaður Vals Símon Tómasson er talinn líklegur til þess að yfirgefa Íslandsmeistarana fyrir komandi tímabil og eru Ármann, ÍA, Höttur eða Álftanes taldir líklegir áfangastaðir

  • Fyrrum leikmaður Grindavíkur og Njarðvíkur Terrel Vinson er sagður líklegur til þess að koma aftur til Íslands fyrir komandi tímabil, en hann lék síðast í Pro A deildinni í Þýskalandi. Þó er ekki talið að hann muni ganga til liðs við sín gömlu félög, en lið sem sögð eru hafa verið í sambandi við hann eru Þróttur Vogum, Hamar og Skallagrímur

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -