Karfan hefur fyrir því nokkuð öruggar heimildir að fyrrum þjálfari Breiðabliks í Subway deild karla Pétur Ingvarsson og Keflavík séu langt komin í samningviðræðum og mögulega verði hann tilkynntur sem þjálfari liðsins innan skamms.
Keflavík sagði skilið við Hjalta Þór Vilhjálmsson þjálfara sinn til fjögurra ára eftir síðasta tímabil og hafa síðan þá verið að leita að þjálfara, þar sem samkvæmt heimildum Finnur Freyr Stefánsson þjálfari deildarmeistara Vals neitaði því að taka við liðinu.
Keflavík endaði í 4. sæti deildarkeppni síðasta tímabils og féll úr keppni í 8 liða úrslitum eftir tap gegn verðandi Íslandsmeisturum Tindastóls, 3-1. Þá fór liðið einnig í undanúrslit bikarkeppninnar, þar sem þeir töpuðu gegn Stjörnunni.