Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Þjálfari KR í fyrstu deild kvenna Hörður Unnsteinsson er samkvæmt orðrómi í viðræðum um að taka við Breiðablik í Subway deild kvenna
- Hjalti Vilhjálmsson er sagður næsta örugglega muni halda áfram með Keflavík í Subway deild karla
- Bæði Keflavík og KR eru sögð á höttunum eftir leikmanni ÍR Jordan Semple
- Þrátt fyrir að báðir hafi þeir verið orðaðir á ný mið, eru Arnar Guðjónsson og Ingi Þór Steinþórsson báðir nú sagðir halda áfram hjá Stjörnunni
- Fyrrum Haukarnir, nýkrýndir Íslandsmeistarar Vals, Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson eru sagðir líklegir til þess að fara heim í Hafnarfjörðinn fyrir næsta tímabil
- Ragnar Bragason er sagður næsta örugglega muni yfirgefa Þór í sumar og er sagt að heimahagarnir í ÍR verði næsta örugglega áfangastaðurinn
- Þá er sagt að Grindavík hafi enn ekki ráðið þjálfara vegna þess þeir hafi viljað bíða með að geta sent þjálfara Íslandsmeistara Vals Finni Frey Stefánssyni tilboð
- Sigurður Þorsteinsson, Taiwo Badmus og Zoran Vrkic eru allir sagðir líklegir til þess að framlengja samninga sína við Tindastól
- Þjálfari Tindastóls Baldur Þór Ragnarsson er þó enn talinn allt eins líklegur til þess að söðla um í sumar og yfirgefa silfurliðið
- Gunnar Ólafsson er sagður hafa yfirgefið Stjörnuna og að hann sé með tilboð á borðinu frá KR eftir góðan fund á Meistaravöllum
- Félagi hans úr Stjörnunni Arnþór Freyr Guðmundsson er sagður íhuga að flytja sig niður í fyrstu deildina fyrir komandi tímabil, nánar tiltekið á Álftanes
- Leikmaður KR Eyjólfur Ásberg er sagður vera að leita sér að nýju liði og að líklegt sé að hann fari einnig í fyrstu deildina
- Elín Sóley Hrafnkelsdóttir er sögð vera á leið heim úr háskólaboltanum og að hún sé líkleg til þess að skoða bæði Val og Breiðablik í Subway deildinni
- Snjólfur Marel Stefánsson er sagður íhuga að ganga í raðir nýliða Hauka í Subway deildinni eftir heldur fá tækifæri með Njarðvík í vetur
- Þá er Ólafur Jónas Sigurðsson sagður muni halda áfram með Val í Subway deildinni
- Borche Ilievski er sagður íhuga að flytja sig í Grafarvoginn og taka þar við bæði liði þeirra í Subway deild kvenna og fyrstu deild karla
- Leikmaður Fjölnis Daníel Ágúst Halldórsson er sagður vera að velja á milli Þórs í Þorlákshöfn í Subway deildinni eða Hamars í fyrstu deildinni, fari svo að hann yfirgefi Grafarvogsliðið
- Þá hefur einnig heyrst að Þór sé á eftir Arnóri Bjarka Eyþórssyni, fyrrum leikmanni Selfoss, en hann mun vera á leið heim úr háskólaboltanum þar sem hann var á mála hjá Toledo Rockets
- Þá er Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir einnig sögð mögulega á leiðinni frá Fjölni og að hún sé líklegust til þess að semja við Hauka
- Leikmaður Breiðabliks Frank Aaron Booker er sagður vera á leiðinni til Grindavíkur
- Þá er Kristinn Pálsson talinn líklegur til þess að halda aftur í heimahagana í Njarðvík
- Að lokum er miðherji Stjörnunnar Ragnar Nathanaelsson sagður vilja halda áfram í Subway deildinni, en hann hefur verið orðaður bæði við Ármann og Hamar í fyrstu deildinni á síðustu vikum
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]