Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Talið er líklegt að þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson eigi í viðræðum um að verða næsti þjálfari Keflavíkur í Subway deild karla
- Fari svo að Finnur yfirgefi Val er talið líklegt að Valur muni fara á eftir þjálfara Íslandsmeistara Tindastóls Pavel Ermolinski
- Þá hefur heyrst að Keflavík sé einnig á eftir leikmanni Oviedo í Leb Oro deildinni á Spáni Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni
- Kristófer Acox leikmaður deildar- og bikarmeistara Vals er sagður með tilboð á borðinu frá bæði Grindavík og Keflavík
- Grindvíkingar eru einnig sagðir hafa verið í sambandi við miðherja nýliða Hauka Norbertas Giga
- Orðið á götunni er að Steinar Kaldal muni taka við Ólafi Þór Jónssyni sem næstu þjálfari Ármanns í fyrstu deildinni
- Samkvæmt orðinu hefur leikmaður Njarðvíkur Haukur Helgi Pálsson átt í viðræðum við bæði Stjörnuna og Álftanes og hallist frekar að því síðarnefnda
- Ekki er talið jafn öruggt að Benedikt Guðmundsson verði með Njarðvík á næsta tímabili og áður var haldið
- Rebekka Rut Hjálmarsdóttir leikmaður nýliða ÍR á nýafstöðnu tímabili í Subway deild kvenna er ekki talin líkleg til þess að ganga til liðs við KR eða Breiðablik fyrir komandi tímabil
- Heyrst hefur að Sara Rún Hinriksdóttir hafi átt í viðræðum við bæði Val og Keflavík
- Þá hefur heyrst að Srdjan Stojanovic muni yfirgefa Álftnesinga og ganga til liðs við ÍA í fyrstu deildinni
- Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Þórs er sagður líklegur til þess að yfirgefa Subway deildina og hefur BNXT deildin í Hollandi/Belgíu verið nefndur sem líklegur áfangastaður ásamt efstu deildinni í Þýskalandi. Fari svo hann verði á Íslandi er hann sagður vera með tilboð bæði frá Þór og Tindastóli
- Þá hefur heyrst að Þóra Kristín Jónsdóttir sé á leiðinni frá meisturum AKS Falcon í Danmörku og muni annaðhvort leika í Svíþjóð eða á Íslandi á næsta tímabili
- Hörður Unnsteinsson eða Sigurður Orri Kristjánsson eru taldir líklegir eftirmenn Kjartans Atla Kjartanssonar sem næstu stjórnendur Körfuboltakvölds
- Þá er talið líklegt að leikmaður Keflavíkur David Okeke muni annaðhvort ganga til liðs við Hauka eða Stjörnuna fyrir komandi tímablil
- Hilmar Pétursson er sagður nálægt því að semja á nýjan leik við lið Munster í næst efstu deild Þýskalands, en samkvæmt orðinu á götunni er hann einnig undir smásjá tveggja stærstu liða landsins Bayern Munchen og Alba Berlin
- Talið er næsta öruggt að Sigvaldi Eggertsson muni yfirgefa ÍR og leika með uppeldisfélagi sínu í KR á komandi tímabili fari svo að hann spili á annað borð, en hann hefur allt eins verið talinn líklegur til að taka sér frí frá körfubolta
- Orri Gunnarsson leikmaður nýliða Hauka er sagður vera með tilboð á borðinu frá Stjörnunni, Val, Grindavík, Haukum og liði í BNXT deildinni í Belgíu
- Haukar og Stjarnan eru sögð á eftir Huga Hallgrímssyni sem er að koma heim úr bandaríska háskólaboltanum
- Þá eru Haukar einnig sagðir hafa átt í viðræðum við Eyþór Orra Árnason leikmann Hrunamanna
- Einhverjar líkur eru taldar á því að Hrunamenn og Laugdælir munu sameinast um lið í fyrstu deildinni á næsta tímabili
- Dagný Lísa Davíðsdóttir er talin líkleg til þess að vera áfram í Fjölni á næsta tímabili og að hún muni neita tilboðum frá bæði Stjörnunni og Val
- Þá hefur heyrst að mögulega muni Margrét Kara Sturludóttir draga skóna fram á nýjan leik og leika með nýliðum Stjörnunnar í Subway deildinni
- Einnig er talið að leikmaður Stjörnunnar Adama Darboe sé líklegur til þess að ganga aftur í raðir KR
- Þá er talið líklegt að Jakob Örn Sigurðarson verði næsti þjálfari KR
- Þórsarar hafa verið á fullu að vinna í að setja saman hópinn sinn fyrir komandi tímabil og eru sagðir vera á eftir Hákoni Hjálmarssyni leikmanni ÍR og Kristni Pálssyni sem leikur fyrir Aris Leeuwarden í BNXT deildinni í Hollandi
- Þá hefur heyrst að Njarðvík vilji einnig ná í Kristinn Pálsson og Veigar Pál Alexandersson fari svo að þeir leiki á Íslandi á næsta tímabili
- Grindvíkingar eru einnig sagðir á eftir Veigari Páli Alexanderssyni
- Viktor Máni Steffensen er talinn líklegur til að endursemja við Fjölni
- Njarðvíkingar og Haukar eru sagðir á eftir ungstirni ÍR Friðriki Leó Curtis, en hann er ekki talinn líklegur til þess að yfirgefa Breiðholtið
- Ísak Júlíus Perdue er talinn líklegur til að ganga aftur til liðs við Þór
- Óvíst er hver þjálfar ÍR í Subway deild kvenna á næsta tímabili en líkleg nefnd til þess að taka starfið eru Ísak Máni Wíum, Kristjana Eir Jónsdóttir og Hörður Unnsteinsson
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]