Sú saga gengur nú að fyrrum leikmaður Hamars í Subway deild karla Danero Thomas hafi sést á æfingu með liði Keflavíkur og muni mögulega semja við liðið á yfirstandandi tímabili.
Danero er 37 ára gamall, kom upphaflega frá Bandaríkjunum, en varð ríkisborgari Íslands árið 2018. Á feril sínum lék hann fyrir ófá lið í efstu tveimur deildum, Breiðablik, ÍR, Tindastól, Þór frá Akureyri, Fjölni, Val, KR og Hamar ásamt því að leika fyrir íslenska landsliðið, en hann hafði fyrr á tímabilinu sagst hafa lagt skóna á hilluna.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]