Sá orðrómur flýgur nú fjöllum hærra að Damier Pitts muni koma í stað Jalen Moore hjá Haukum, en félagið hefur staðfest að samning við Jalen hafi verið sagt upp og að þeir séu á höttunum eftir öðrum bandarískum bakverði.
Damier Pitts ættu aðdáendur íslensks körfubolta að þekkja, en hann var leikmaður KFÍ tímabilið 2012-13 og þá var hann með Grindavík á síðasta tímabili, 2022-23. Þá skilaði hann 22 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Þá hefur einnig heyrst að mögulega fari Jalen Moore ekki langt eftir að hafa yfirgefið herbúðir Hauka, þar sem nýliðar Hamars í Hveragerði séu samkvæmt orðrómi áhugasamir um að semja við hann fyrir yfirstandandi tímabil.