Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Baldur Þór Ragnarsson verði næsti þjálfari Stjörnunnar í Subway deild karla. Þar myndi Baldur Þór taka við starfi Arnars Guðjónssonar, sem verið hefur þjálfari Stjörnunnar frá árinu 2018, en tilkynnt var nú í mars að Arnar myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið og taka til starfa hjá KKÍ.
Baldur Þór hefur nokkra reynslu af aðalþjálfun í Subway deildinni, en áður en hann tók við Orange Academy sem aðalþjálfari og sem aðstoðarþjálfari Ulm í Þýskalandi árið 2022 hafði hann stjórnað uppeldisfélagi sínu Þór í Þorlákshöfn og Tindastóli við við góðan orðstýr. Þá hefur hann einnig verið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins á síðustu árum, ásamt því að hafa náð góðum árangri með yngri landslið.