Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Heyrst hefur að Ægir Þór Steinarsson leikmaður Acunsa GBC sé mögulega að flytja til Njarðvíkur
- Þá hefur heyrst að deildarmeistarar Ármanns í fyrstu deild kvenna séu að skoða það hvort mögulegt sé að liðið fari upp í Subway deildina, þrátt fyrir að hafa tapað í úrslitum fyrir ÍR um öruggt sæti þar
- Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni og Breki Gylfason úr ÍR eru sagðir öruggir til nýliða Hauka í Subway deild karla
- Þá eru Gunnar Ólafsson og Arnþór Freyr Guðmundsson leikmenn Stjörnunnar sagðir íhuga það að yfirgefa félagið
- Þá er einnig orðrómur um að bæði nýliðar Hattar og Hauka í Subway deild karla og Álftanes í fyrstu deild karla séu í sambandi við Dúa Þór Jónsson leikmann Þórs Akureyri um að ganga til liðs við liðið
- Bæst hefur í hóp þeirra sem orðaðir eru við þjálfarastöðu Grindavíkur í Subway deild karla, en nú eru Ingi Þór Steinþórsson frá Stjörnunni, Israel Martin frá Sindra, Borche Ilievski frá KR og Ívar Ásgrímsson frá Breiðablik nefndir til sögunnar
- Fari svo að Israel Martin taki við Grindavík er talið líklegt að hann semji við bakvörð Hauka Jose Medina um að leika með liðinu í Subway deild karla
- Hörður Unnsteinsson er sagður hafa samið á nýjan leik við KR um að halda áfram með lið þeirra í fyrstu deild kvenna, en hann hafði sterklega verið orðaður við Breiðablik í Subway deild kvenna
- Aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Subway deild karla Ingi Þór Steinþórsson er sagður mögulega vera á leiðinni til Fjölnis til þess að taka við báðum meistaraflokkum félagsins, en hann er einnig nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari Breiðabliks í Subway deild kvenna og Grindavíkur í Subway deild karla
- Enn er víst með öllu óvíst hvort Hjalti Vilhjálmsson mun halda áfram með Keflavík í Subway deild karla
- Heyrst hefur að lið séu að kanna vatnið hjá fyrrum miðherja Keflavíkur Dominykas Milka eftir að hann yfirgaf félagið á dögunum, hafa KR, ÍR og nýliðar Hattar verið nefndir til sögunnar, en einnig hefur það heyrst að leikmaðurinn muni mögulega fara aftur á meginland Evrópu
- Þá hefur heyrst að annar leikmaður Keflavíkur Valur Orri Valsson sé mögulega á leiðinni til Grindavíkur, en hann er með lausan samning og mun vera í viðræðum við fjölda liða
- Einnig hefur heyrst að bakvörður KR Adama Darboe sé líklegur til þess að fara aftur til Grindavíkur
- Leikmenn Grindavíkur Ólafur Ólafsson og Kristinn Pálsson eru sagðir mögulega á leiðinni til Njarðvíkur
- Þá hefur heyrst að Ólöf Rún Óladóttir muni framlengja samningi sínum við Keflavík í Subway deild kvenna þrátt fyrir áhuga margra liða
- Nýliðar Hattar eru sagðir vera á eftir framherja Stjörnunnar Tómasi Þórði Hilmarssyni
- Ragnar Ágústsson leikmaður Þórs Akureyri er sagður í viðræðum við ÍR í Subway deild karla
- Þá er miðherji Hrunamanna Yngvi Freyr Óskarsson sagður íhuga það að aganga til liðs við Keflavík
- Heyrst hefur að framherji The Hague Royals Snorri Vignisson muni leika á Íslandi á næsta tímabili og eigi í viðræðum við KR
- Einnig hefur heyrst að Benedikt Guðmundsson muni halda áfram með Njarðvík í Subway deild karla og verði með Daníel Guðna Guðmundsson sér við hlið á næsta tímabili
- Miðherji Stjörnunnar Ragnar Nathanaelsson er sagður líklegur til þess að ganga aftur í raðir uppeldisfélags síns hjá Hamri í Hveragerði, en hann er einnig sagður hafa átt í viðræðum við KR og Ármann
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]