spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrðið á götunni: Er Adomas Drungilas að reyna að losna frá Sauðárkróki?

Orðið á götunni: Er Adomas Drungilas að reyna að losna frá Sauðárkróki?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Samkvæmt orðrómi mun Keflavík vera við það að semja við fyrrum leikmann ÍR Igor Maric

  • Leikmaður ÍR Róbert Sigurðarson er sagður á leiðinni til nýliða Hauka

  • Þjálfaraleit Tindastóls heldur áfram eftir að Baldur Þór Ragnarsson ákvað að yfirgefa félagið. Samkvæmt heimildum hafa Helgi Freyr Margeirsson, Bjarki Ármann Oddsson og Chris Caird allir sagt nei við starfinu

  • Líklegir til þess að taka starfinu þessa stundina eru Pavel Ermolinski, Hörður Unnsteinsson, Brynjar Þór Björnsson, Israel Martin og fyrrum aðstoðarþjálfari Þórs, Jordi. Allra líklegastur þessa stundina þykir þó þjálfari Vestra Pétur Már Sigurðsson

  • Brotthvarf Baldurs frá Tindastól er einnig sagt hafa sett samning þeirra við Adomas Drungilas í uppnám, þar sem leikmaðurinn er sagður vilja yfirgefa liðið vegna vegna þess. Talið er líklegt að Haukar, KR, Valur og fyrrum félag hans Þór muni hafa samband fari svo að hann fái samningi sínum rift fyrir norðan

  • Þá er Sigtryggur Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls einnig enn sagður skoða möguleika þess að fara aftur í Leb Oro deildina á Spáni. Samkvæmt einum orðrómi er hann sagður hafa talað við lið liðsfélaga síns úr landsliðinu Ægis Steinarssonar, HLA Alicante

  • Leikmaður Breiðabliks Frank Booker er talinn næsta öruggur til þess að yfirgefa félagið og velji hann nú á milli Grindavíkur, Keflavíkur og fyrrum félags síns Vals

  • Eins og svo oft áður, þá er Pavel Ermolinski sagður líklegur til þess að leggja skóna á hilluna fyrir komandi tímabil, fari svo ólíklega að hann geri það ekki, eru Valur, Tindastóll og KR taldir líklegir áfangastaðir

  • Fyrrum leikmaður Hrunamanna Clayton Ladine er samkvæmt orðinu á götunni sagður líklegur til þess að semja við Breiðablik

  • Leikmaður Breiðabliks Sveinbjörn Jóhannesson er samkvæmt orðrómi að íhuga það að taka sér árs frí frá körfubolta í vetur

  • Annar leikmaður Breiðabliks Telma Lind Ásgeirsdóttir er sögð líkleg til þess að leggja skóna á hilluna fyrir komandi tímabil

  • Kristín Alda Jörgensdóttir leikmaður Ármanns er sögð vera á leiðinni í Aþenu

  • Leikmann KR Þóra Birna Ingvadóttir og Ragnhildur Arna Kristinsdóttir eru sagðar líklegar til þess að yfirgefa félagið fyrir komandi leiktíð. Fari svo að Þóra Birna fari frá KR er talið líklegt að hún gangi til liðs við Ármann á meðan að Ragnhildur er orðuð við Grindavík

  • Selfoss, KR og Haukar eru öll sögð í viðræðum við danska leikstjórnandann Tyson Tucker

  • Eftir frábærar frammistöður með undir 20 ára karlaliði Íslands á Evrópumótinu í Georgíu er leikmaður Hauka Orri Gunnarsson farinn að fá tilboð frá meginlandi Evrópu, líklegast er talið að hann muni halda áfram með Haukum, en ekki er loku fyrir það skotið að hann fari í BNXT deildina í Hollandi/Belgíu eða í neðri deildir Spánar fyrir komandi tímabil

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -