spot_img
HomeFréttirOpnunarhátíð HM í kvöld - Íslendingar taka þátt í henni

Opnunarhátíð HM í kvöld – Íslendingar taka þátt í henni

Í kvöld verður opnunarhátíð heimsmeistaramótsins í Tyrklandi en mikil eftirvænting er eftir keppninni. Búist er við góðri aðsókn en löngu uppselt er á keppnina. Einnig verður henni sjónvarpað til 183 þriggja landa sem er met. En þó er Ísland ekki eitt þeirra landa og er það miður. Í dag kom fram á KKÍ.is að Íslendingar taka þátt í opnunarhátíðinni sem verður stórglæsileg.
Þau Bríet Hinriksóttir og Högni Fjalarsson sem eru stödd í Tyrklandi í æfingabúðum tengd HM taka þátt í opnunarhátíðinni og bera íslenska fánann. Sannarlega magnað fyrir þessa krakka að fá að taka þátt. En hægt er að lesa allt um ævintýri þeirra á KKÍ.is
 
Á morgun hefst keppnin með 12 leikjum en Karfan.is mun fylgjast vel með gangi mála á HM.
 
Ljósmynd/ Fulltrúar Íslands í Tyrklandi
 
Fréttir
- Auglýsing -