Fyrrum landsliðsmaðurinn og margfaldur Íslandsmeistari með KR Brynjar Þór Björnsson hefur í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura skipulagt körfuboltaferð til Spánar 5. til 12. nóvember næstkomandi, en haustið 2016 stofnaði hann Körfuboltaþjálfun Brynjars þar sem iðkendur mæta tvisvar í viku og æfa körfubolta. Nú, átta árum seinna, er kominn tími til að færa út kvíarnar og bjóða upp á æfingar fyrir utan landsteinana.
Körfuboltaferð Brynjars er fyrir þau sem langar að stunda skemmtilega líkamsrækt undir handleiðslu Brynjars Þórs Björnssonar. Ferðin er undirlögð körfubolta þar sem æft verður daglega, spilað við heimamenn og farið á körfuboltaleiki. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og ættu allir að fá að njóta sín.
Æft verður á morgnanna með fjölbreyttum körfuboltaæfingum og alhliða styrktaræfingum. Æfingarnar verða skemmtilegar með mikið af leikjum og keppnum. Fyrir þau sem langar að spreyta sig á móti innfæddum verður spilaður leikur í Alicante við aðra áhugamenn.
Heimsklassa æfingaaðstaða Valencia verður skoðuð en þar hafa Íslendingarnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og fyrrum íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson spilað. Valencia er á leið í nýja höll Roig Arena sem er á pari við flottustu NBA hallirnar. Stefnan er svo sett á að fara heimaleik hjá Valencia eða Murcia en bæði lið spila í ACB deildinni sem er talin önnur besta deild heims á eftir NBA.
Hérna er hægt að bóka ferðina
Ferðin er upplögð fyrir þau sem elska körfubolta og dreymir um að samtvinna körfubolta- og sólarlandaferð.