ANSAathletics verður með opinn kynningarfund nk. föstudag kl. 16.00 á Teams fyrir ungt íþróttafólk sem hefur áhuga á að skoða möguleikann á að landa íþróttastyrk í Bandaríkjunum í gegnum sína íþrótt. Fundurinn er fyrir ungt körfuboltafólk og aðra unga íþróttaiðkendur sem hafa áhuga á að skoða þennan spennandi kost að æfa sína íþrótt við bestu aðstæður og vinna um leið að verðmætari háskólagráðu.
Fundurinn er öllum opinn og fer skráning fram með því að smella hér
Hægt er að kynnast starfsemi ANSAathletics betur á vefnum www.ansaathletics.com og á samfélagsmiðlum undir nafninu ANSAathletics.
ANSAathletics hafa verið mörgum ungum körfuknattleiksmönnum innan handar síðustu misseri, en bæði komust landsliðskonurnar Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir út árið 2022 og áttu góð tímabil í bandaríska háskólaboltanum með hjálp þeirra. Þá eru landsliðskonurnar Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir komnar út til Liberty University þar sem þær munu leika sitt fyrsta tímabil núna 2023-24.