spot_img
HomeFréttirÖnnur umferð klárast í kvöld

Önnur umferð klárast í kvöld

13:49 

{mosimage}

Annarri umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn á Sauðárkróki. Leikurinn hefst kl. 19:15 og með sigri geta Þórsarar komist á meðal efstu liða í deildinni.

 

Tindastóll tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn Haukum þar sem Sigurður Einarsson átti lokaorðið fyrir Hauka. Þórsarar unnu hinsvegar frækinn sigur á nágrönnum sínum úr Hveragerði og Selfossi.

 

Svavar Birgisson gerði 7 stig og tók 7 fráköst fyrir Tindastól gegn Haukum en sá á meira inni en það og ef hann bætir vel við sig og þeir Lamar Karim og Steve Parillon halda uppteknum hætti má fastlega gera ráð fyrir því að Stólarnir verði erfiðir heima.

 

Eftir að hafa verið spáð falli í 1. deild komu Þórsarar nokkuð á óvart er þeir lögðu Hamar/Selfoss í Þorlákshöfn í 1. umferð IE deildarinnar. Damon Bailey gerði 24 stig og tók 7 fráköst gegn H/S en það þarf hann að leika eftir í hverjum leik í vetur ef Þór á að eiga einhverja von í deildinni.

 

Líkleg byrjunarlið í kvöld

 

Tindastóll

Lamar Karim

Ísak Einarsson

Svavar Birgisson

Steve Parillon

Milojica Zekovic

 

Þór Þorlákshöfn

Bol Johnston

Óskar Þórðarson

Jason Harden

Rob Hodgson

Damon Bailey

 

Báðum þessum liðum var spáð falli í spá sem sett var fram af Karfan.is skömmu áður en leiktíðin hófst. Hvorugt lið sættir sig þó við að leika í 1. deild og sigur því gríðarlega mikilvægur báðum liðum.

 

TINDASTÓLL – ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN

SAUÐÁRKRÓKUR

24. OKTÓBER KL. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -