Fullt nafn: Ómar Örn Sævarsson
Aldur: 25 ára
Félag: Stórveldið ÍR
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Happatala: 6
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Byrjaði að æfa körfubolta hjá ÍR 9 ára gamall. Byrjaði hjá honum Einari eins og flest allir ÍR-ingar hafa gert.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ætli það hafi ekki verið hann Eggert Garðarsson, ætlaði aldrei að fyrirgefa honum þegar að hann skipti eitt tímabil yfir í KR. Þar braut hann lítið hjarta.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Ætli maður verði ekki að segja Pétur Guðmundsson og Jón Arnór Stefánsson í karlaflokki. Síðan tel ég að hún Helena Sverris sé að verða sú besta í kvennaflokki en hún Anna María Sveinsdóttir hefur ennþá vinninginn, það er erfitt að leika á eftir allt sem sú stelpa hefur unnið.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? Damon, Brenton (þegar hann var ekki með Ísl.) Frank Booker.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Hörður í Fjölni og Brilli í KR
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Einar Ólafsson, eins og allra ÍR-inga back in da dayBesti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? E-vængurinn, Patrick Ewing
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? E-vængurinn, Patrick Ewing
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei, á það eftir
Sætasti sigurinn á ferlinum? Það er bara síðasti sigurinn Bikarmeistaratitillinn 2007
Sárasti ósigurinn? Held ég hafi tapað Íslandsmeistaratitlinum svo oft á móti KR í yngriflokkunum að ég get ekki gert upp á milli þeirra.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Sofa, mundi segja fótbolti ef ég væri ekki svona djöfulli lélegur
Með hvaða félögum hefur þú leikið? ÍR og Breiðablik
Uppáhalds:
kvikmynd: T2, Terminator 2
leikari: Arnold svartinaggur
leikkona: Bella Donna
bók: Les ekkert nema að ég þurfi þess
matur: Pipar nautalundir
matsölustaður: Ja ætli bara ekki Vegamót, fer allaveganna nógu oft þanngað
lag: Búgí Búgi útá gólf
hljómsveit: Sprengjuhöllin
staður á Íslandi: Sófinn heima kemur sterkur inn
staður erlendis: London
lið í NBA: New York Knicks
lið í enska boltanum: Rauðu djöflarnir
hátíðardagur: Páskarnir
alþingismaður: nei takk
vefsíða: Karfan.is
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Borða rétt yfir daginn, hlusta á tónlist inní klefa, rifest aðeins við Fannar til að komast í réttan ham.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Tapleikjum maður gleymir öllum vitleysunum sem maður gerði í sigurleikjum, eftir tapleiki sitja þau lengi og vel eftir.
Furðulegasti liðsfélaginn? Trausti a.k.a Tussi Þruma sá félagi er alveg úti að aka, síðan getur Hreggviður a.k.a Koníaksgreifin verið dáltið öðruvísi en við hinir á stundum, Jakkaföt, bindi og klútur á morgunæfingu þegar allir aðrir mæta í joggaranum, hvað er málið með það
Besti dómarinn í IE-deildinni? Mér er sama hversu oft Kiddi (Kristinn Óskars) reynir að breyta skoðun minni og dæmir á mig tæknivillur, ég held að ég haldi mig bara við hann.
Þín ráð til ungra leikmanna? Vinna vel í veikleikunum, taka vel á í öllum æfingum líka þeim sem eru bött fokking leiðinlegar. Þeir sem að byggja upp með sér gott vinnueðli eiga framtíðina fyrir sér, því það eru æfingarnar sem gera mann að þeim leikmanni sem maður er.