spot_img
HomeFréttirÓmar Örn íþróttamaður ÍR 2006

Ómar Örn íþróttamaður ÍR 2006

00:35

{mosimage}

Ómar Örn Sævarsson var nýlega valinn íþróttamaður ÍR árið 2006 en þetta kemur fram á heimasíðu ÍR.

Þar kemur einnig fram að hefði sé að bæði íþróttakarl- og koma séu valin að undangengnum tilnefningum frá deildum félagsins. Engin kona var tilnefnd frá Kkd. ÍR í ár.

Umsögn kjörnefndar um Ómar:

Ómar Örn er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks karla og stóð sig mjög vel á árinu. Hann er mikill keppnismaður sem sjaldan gefur sinn hlut eftir, en er engu að síður allra manna ljúfastur í samskiptum. Mjög samviskusamur og metnaðarfullur og er í hópi sterkustu miðherja liðanna í úrvalsdeildinni. Ómar hefur jafnframt starfað við þjálfun yngri flokka hjá ÍR og er alltaf tilbúinn að leggja fram vinnu og tíma fyrir sitt félag. Hann hlýtur því tilnefningu körfuknattleiksdeildar til kjörs á Íþróttamanni ÍR 2006 .

Ómar Örn hóf mjög ungur iðkun körfubolta hjá ÍR og var í mjög fjölmennum árgangi af svokallaðri Jordan-kynslóð. Þessi flokkur hjá ÍR var alla tíð í hópi sterkustu liða landsins og keppti margsinnis um Íslands- og bikarmeistaratitla. Ómar varð snemma hávaxinn og hefur því hans hlutverk verið að spila undir körfunni, þar sem baráttugleði hans og líkamlegur styrkur njóta sín best. Hann nýtur þess að rífa niður fráköst í sókn og vörn, og smitar aðra með jákvæðri leikgleði sinni.

Ómar hefur stöðugt verið að bæta sig sem leikmaður og á síðustu leiktímabilum hefur hann verið með um 10 fráköst og 10 stig að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti yfir fráköst og varin skot í sögu ÍR í Úrvalsdeild, aðeins tröllið John Rhodes hefur hærri tölur. Ómar hefur oft verið valinn í landsliðshópa, hann hefur leikið 17 leiki með drengja- og unglingalandsliðum og 5 leiki með U21 landsliðinu. Auk þess hefur hann tekið þátt í æfingum A landsliðsins og verið valinn til þátttöku í Stjörnuleikjum KKÍ.

www.ir-karfa.is

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -