spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÓlöf Rún og Anna Ingunn áfram með Keflavík

Ólöf Rún og Anna Ingunn áfram með Keflavík

Þær Ólöf Rún Óladóttir og Anna Ingunn Svansdóttir hafa báðar framlengt samningum sínum við Keflavík í Subway deild kvenna.

Ólöf er á sínu öðru ári með Keflavík eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt í Grindavík. Á 20 mínútum spiluðum að meðaltali í leik á síðasta tímabili skilaði Ólöf 8 stigum.

Anna Ingunn er að upplagi úr Keflavík og hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins. Á síðasta tímabili skilaði hún 17 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik og þá er hún einnig komin í a landslið Íslands.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur endurnýjað samning sinn við Ólöfu Rúnu Óladóttur til tveggja ára. Ólöf, sem er uppalin Grindvíkingur, er á sínu öðru tímabili en strax á síðasta tímabili var hún orðin lykilleikmaður hjá Keflavík með tæp 8 stig að meðaltali í leik á rúmum 20 mínútum.

Anna Ingunn Svansdóttir hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til þriggja ára. Anna Ingunn, sem er uppalin Keflavíkurmær, hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður undanfarin ár og er hún orðin ein af burðarásum liðsins. Þessi mikla þriggjastiga skytta skoraði 16,5 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 2,5 stoðsendingar. Spilamennska Önnu Ingunnar skilaði henni sæti í A-landsliði kvenna.

Fréttir
- Auglýsing -