spot_img
HomeFréttirÓlöf Helga spáir í bikarúrslitin

Ólöf Helga spáir í bikarúrslitin

 Ólöf Helga Pálsdóttir fyrrum leikmaður Njarðvíkur var sú sem tók við bikarnum í fyrra sem fyrirliði Njarðvíkurstúlkna. Hún leikur í dag með Grindavík er hefur því miður ekkert komið við sögu vegna meiðsla. Ólöf hafði þetta að segja um leiki dagsins
 Keflavík-Valur: Leikurinn verrður í járnum og alveg gríðarlega spennandi, aftur á móti mun Keflavík hafa betur á lokasprettinum með mikilli baráttu og reynslu Pálína mun þar vera fremst í flokki að berja lið sitt áfram með reynslu sinni og elju og þær munu á endanum vinna 9 stiga sigur 64-75. Keflvíkingar og Valsmenn munu pressa stíft á hvort annað á köflum í leiknum. Ég gæti séð Gústa fyrir mér setja upp 3-2 svæði til að hrista aðeins upp í hlutunum. Sara er held ég hætt að koma á óvart og bún að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður deildariinnar en ég held að hún muni skína skært í höllinni. Guðbjörg Sverris gæti einnig komið með góðar rispur en kona leiksins verður Pálína Gunnlaugs. 
 

Grindavík-Stjarnan: Það verður falleg þriggja stiga sýning í höllinni og þá helst á milli Shouse og Zeglinski. Held að Grindavík taki fljótlega forrystuna og að Stjarnan muni í raun elta allan leikin en munu aldrei verða mjög langt á eftir, á einum tímapunkti hugsanlega í byrjun 4. leikhluta gæti ég séð fyrir mér stjörnuna jafna og jafnvel komast yfir en þá munu mínir menn spýta ílófana og vinna 99-92. Ef það á að takast er lykilatriði að halda Shouse niðri.
Sara er held ég hætt að koma á óvart og bún að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður deildariinnar en ég held að hún muni skína skært í höllinni. Guðbjörg Sverris gæti einnig komið með góðar rispur.
Ég held að Pettinella muni koma á óvart í höllinni, og koma með mikin kraft inn í lið Grindavíkur. Svo á Björn Steinar eftir að negla mikilvægum þristum.
Marvin mun stíga upp fyrir stjörnuna held ég og maður leiksins Sammy Zeglinski. 
Ég þekki nú aðeins til þess hvernig Sverrir setur hlutina upp í höllinni þannig ég vil ekki gefa of mikið upp. En Sverrir og Teitur eru toppnáungar, frábæri þjálfarar með bilað keppnisskap þannig ég sé fyrir mér mikla baráttu út allan leikinn. ég býst við hágæða körfbolta!
Fréttir
- Auglýsing -