Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.
Vestri lagði Fjölnir á Ísafirði, Breiðablik hafði betur gegn Hamri í Smáranum, í Borgarnesi lögðu heimamenn í Skallagrími lið Sindra og í Forsetahöllinni á Álftanesi báru heimamenn sigurorð af Hrunamönnum.
Leikir dagsins
Fyrsta deild karla:
Vestri 81 – 77 Fjölnir
Breiðablik 98 – 95 Hamar
Skallagrímur 82 – 73 Sindri
Álftanes 117 – 64 Hrunamenn