Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í kvöld fyrir Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 58-81. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað tveimur til þessa, en síðasti leikur þeirra er gegn Svíþjóð í fyrramálið.
Karfan spjallaði við leikmann liðsins Ólaf Inga Styrmisson eftir leik í Kisakallio. Ólafur Ingi var fyrir leikinn frá síðan í hálfleik í fyrsta leik mótsins gegn Eistlandi, en þá meiddist hann á tá. Ólafur lék allan leikinn í kvöld, en segist samt finna til þegar hann er ekki að spila. Átti hann fínan leik þrátt fyrir tapið, skilaði 10 stigum og 4 fráköstum á rúmum 28 mínútum spiluðum.