spot_img
HomeFréttirÓli Óla: Vörnin klikkaði

Óli Óla: Vörnin klikkaði

 Ólafur Ólafsson hin litríki leikmaður Grindvíkingar var að vonum nokkuð ósáttur með kvöldið. " Vörnin okkar klikkar hér í kvöld frá upphafi leiks. Við náðu aðeins að rífa okkur upp í þriðja leikhluta en óheppnir með skotinn."
"Við skitum hreinlega uppá bak í fyrri hálfleik og það má segja að leikurinn hafi tapast þar. Við reyndum að koma tilbaka í seinni hálfleik með góðri hörku en þeir voru bara betri en við í þetta skiptið." 
 
Mikið hefur gengið á í herbúðum Grindvíkinga og þá sérstaklega í stöðu bakvarðar en síðasta útspil þeirra var að Helgi Jónas, þjálfari myndi taka stöðuna að sér. "En nú er sá gamli meiddur og þetta bakvarðamál ætlar víst að elta okkur langt. Lalli (Þorleifur) er enn meiddur eftir bikarleikinn og ég veit ekki hvenær eða hvort hann komi til með að spila meira. En við vinnum bara úr því sem við höfum og erum þrátt fyrir allt bara bjartsýnir á úrslitakeppnina." sagði Ólafur Ólafsson súr eftir leik kvöldsins við Karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -