Ólafur Halldór Torfason skrifaði í dag undir við Snæfell. Ólafur er 24 ára, um 195 cm á hæð og kemur frá Akureyri þar sem hann spilaði með Þórsurum.
Á síðasta tímabili með Þór í 1. deildinni var Ólafur með að meðaltali 14.1 stig, 12.1 frákast, 2.7 stoðsendingar og 21 í framlag og því sannarlega sterkur leikamður sem gengur til liðs við Snæfell en þess má geta að Ólafur lék amerískan fótbolta um hríð og verður erfiður við að eiga í teignum.