Bakvörðurinn Ólafur Þorri Sigurjónsson hefur samið við 1. deildarlið Skallagríms um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Ólafur er 21 árs gamall og kemur til liðsins frá KR, þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokka, með meistaraflokki félagsins, sem og með KV í annarri deildinni.