Grindavík lagði heimamenn í Keflavík í Blue höllinni í kvöld í 19. umferð Subway deildar karla, 74-87. Eftir leikinn er Grindavík í 2.-3. sæti deildarinnar með 26 stig líkt og Njarðvík á meðan að Keflavík er í 4.-5. sætinu með 24 stig líkt og Þór.
Víkurfréttir ræddu við Ólaf Ólafsson leikmann Grindavíkur eftir leik í Blue höllinni. segir Ólafur að ummæli einhverra leikmanna Keflavíkur eftir síðasta leik liðanna, þegar Keflavík vann, hafi farið fyrir brjóstið á sér. Því hafi hann merkt þennan og hafi ekki getað beðið eftir þessum.
Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta