Eftir leik Barcelona og LA Lakers í gær í Palau Sant Jordi á Spáni fyrir framan 15 þúsund áhorfendur, afhenti forseti FIBA Europe Pau Gasol, leikmanni LA Lakers og spænska landsliðsins verðlaunagrip fyrir að hafa verið valin "Besti Evrópski leikmaðurinn 2009". Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem hlýtur þessi verðlaun tvö ár í röð. www.kki.is greinir frá.
Pau fékk yfirburða kosningu í valinu, enda er hinn 2.14 cm hái miðherji núverandi Evrópumeistari og NBA meistari auk þess sem hann var valinn MVP á síðasta Evrópumóti.
Pau tók sér hlé frá landsliðinu á nýliðnu Heimsmeistaramóti í Tyrklandi til að ná sér góðum af meiðslum en hann mun mæta á ný næsta haust þegar EM í Litháen fer fram.
Ljósmynd/ Ólafur, Pau Gasol og José Luis Regalado, forseti spænska sambandsins við afhendinguna í gær.