Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari eftir tap gegn Fjölni í Hertz-hellinum í gærkvöldi.
"Mér fannst við vera ragar í öllum okkar aðgerðum í kvöld" sagði Ólafur Jónas eftir leikinn í gærkvöldi . Heimastúlkurnar mættu tilbúnar en þegar leikurinn hófst var allt hikandi gert að sögn Ólafs. "Við vorum að missa boltann allt of oft, vorum ragar í skotunum […] það vantaði bara að þora þessu."
Ólafur gefur lítið fyrir það að sumar í liði hans hafi verið meiddar og svaraði að það sama væri upp á teningnum hjá Fjölnisstúlkum. "Þetta eru bara fimm stelpur á móti fimm stelpum inni á vellinum, þannig að slíkt skiptir ekki máli." Seinasta viðureign liðanna var miklu jafnari og lauk með aðeins 12 stiga sigri Fjölnis og Ólafur segir að munurinn milli leikjanna hafi eins og áður sagði verið það að stelpurnar hafi þorað þessu. Þær geta þó lært helling af leiknum og koma reiðubúnari inn í næsta leik gegn Þór Akureyri.
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.