Ólafur Björn Gunnlaugsson og Florida Southern Mocs máttu þola tap í framlengdum leik í gærkvöldi fyrir Le Moyne College í bandaríska háskólaboltanum, 95-89.
Það sem af er tímabili hafa Mocs unnið fimm leiki og tapað sex.
Á 5 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ólafur Björn 3 stigum, 2 fráköstum og stolnum bolta.
Næsti leikur Mocs er nú í kvöld gegn Cedarville.